Viðskipti erlent

Atvinnuleysi hjá ungu dönsku menntafólki slær met

Atvinnuleysi meðal ungs menntafólks hefur aldrei verið meira í sögunni í Danmörku. Í umfjöllun Berlingske Tidende um málið kemur fram að nær 30% af því fólki sem lauk háskólanámi fyrir ári síðan hefur enn ekki fengið atvinnu við hæfi.

Þeir sem verst hafa orðið úti eru nýmenntaðir hagfræðingar og lögfræðingar en atvinnuleysi meðal þessara hópa er nær 35%.

Verkalýðsfélag háskólamenntaðra í Danmörku vill að stjórnvöld grípi til aðgerða til að auka atvinnu meðal þessa fólks.

Mette Frederiksen atvinnumálaráðherra landsins segir hinsvegar að hinir nýmenntuðu eigi að breikka atvinnuumsóknir sínar þannig að nær nái einnig yfir störf fyrir utan sérmenntun þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×