Viðskipti erlent

Kevin Costner hafði betur í dómsmálinu í New Orleans

Kevin Costner hafði betur gegn Stephen Baldwin í réttarsal í New Orleans þar sem þessar Hollywood stjörnur deildu um sölu á hlut í félaginu Ocean Therapy Solutions.

Félagið selur olíuhreinsibúnað til notkunar á sjó eftir mengunarslys. Baldwin hélt því fram að Costner og viðskiptafélagi hans hefðu snuðað sig þegar þeir fengu hann til að selja sér hlut sinn í félaginu. Skömmu eftir söluna var tilkynnt um kaup BP olíufélagsins á hreinsibúnaði fyrir 50 milljónir dollara. Baldwin hélt því fram að þeir hefðu vitað af þessum kaupum fyrirfram.

Dómarinn í málinu var á allt öðru máli og lýsti Costner saklausan af ákæru Balwins.

Olíuhreinsibúnaður þessi var notaður af BP til að hreinsa upp olíulekann eftir mengunarslysið í Mexíkóflóa fyrir tveimur árum síðan. Það er talið eitt versta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×