Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Kína heldur áfram að lækka

Peking í Kína.
Peking í Kína.
Fasteignaverð í 55 af 70 borum í Kína lækkaði í síðasta mánuði miðað við sama mánuð árið á undan. Áhyggjur fara nú vaxandi af því að stjórnvöld hafi þrengt of mikið að fasteignamarkaðnum með aðgerðum sem í upphafi voru hugsaðar til þess að koma kæla hagkerfið niður, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Almenn lækkun fasteignaverðs í Kína er sögð geta haft mikil áhrif á fjárfestingu í landinu og þar með hagvöxt, en hann hefur ekki síst verið drifinn áfram af miklum vexti í uppbyggingu húsnæðis undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×