Handbolti

Svíar í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn Svartfellingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Niclas Ekberg.
Niclas Ekberg. Mynd. / Getty Images.
Svíar lentu í kröppum dansi gegn Svartfellingum í umspilsleik um laust sæti á HM í handbolta sem fram fer á Spáni 2013. Svíþjóð rétt marði sigur 22-21 og kom sigurmarkið alveg á síðustu andatökum leiksins.

Síðari leikurinn verður því gríðarlega erfiður því Svartfellingar hafa frábæran heimavöll þar sem stemmningin er gríðarleg. Leikurinn fór fram í Stokkhólmi í dag og eins marks veganesti til Svartfjallalands telst ekki vera gott.

Það var Niclas Ekberg sem skoraði sigurmarkið fyrir Svíþjóð en hann gerði alls níu mörk í leiknum. Vasko Sevaljevic var markahæstur í liði Svartfellinga með sjö mörk.

Ungverjar unnu fínan sigur gegn Norðmönnum, 27-21, á heimavelli og fara því með fína stöðu til Noregs þegar liðið mætast um næstu helgi.

Pólland unnu Litháen örugglega 24-17 á útivelli og því má segja að Pólverjar séu svo gott sem komnir á heimsmeistaramótið á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×