Viðskipti erlent

Google kynnir nýja spjaldtölvu

Larry Page er annar stofnenda Google.
Larry Page er annar stofnenda Google. mynd/afp
Ný tegund spjaldtölvu er væntanleg frá Google vörumerkinu og talið er að hún verði kynnt á ráðstefnu sem hefst í San Fransisco í dag. Á ráðstefnunni þar sem staddir verða þúsundir tölvuforritara eru kynntar vörur og nýjungar frá fyrirtækinu.

Talið er að spjaldtölvan verði beinn keppinautur Kindle Fire frá Amazon í stað iPad frá Apple.

Mikil samkeppni ríkir á markaði spjaldtölva en risinn Microsoft hefur gefið út tilkynningu að þeir ætli að setja á markað nýja tengund spjaldtölvu sem kallast Surface. Þær eru áætlaðar að koma út í haust með nýja hönnun Windows sem ætlar í beina samkeppni við iPad.

Talið er að Surface verði í sambærilegri stærð og Kindle Fire og sama verðflokki.

Tölvan mun bera nafnið Nexus Seven sem er skírskotun í línu snjallsíma Google sem heita Nexus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×