Handbolti

EM 2016 verður í Póllandi og Svíþjóð

Pólverjarnir fagna í dag.
Pólverjarnir fagna í dag. mynd/twitter
EHF tilkynnti í dag hvaða þjóð fengi að halda EM í handbolta árið 2016. Þrjár þjóðir sóttu um karlamótið en Pólverjar hrepptu hnossið. Svíar fengu aftur á móti kvennamótið.

Noregur og Króatía vildu einnig fá karlamótið en fengu ekki.

Allar þjóðirnar kynntu sitt framboð áður en kosið var. Þar voru Pólverjar með rándýra lasersýningu sem virðist hafa fallið vel í kramið.

Næsta EM fer aftur á móti fram í Danmörku árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×