Viðskipti erlent

Milljónamæringum fjölgar mest í Noregi

Noregur er það land á Norðurlöndunum þar sem milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgaði mest á síðasta ári.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Capgemini um auðlegð þjóða. Norskum milljónamæringum fjölgaði um 6,3% milli ára og voru þeir 90.600 talsins í fyrra. Noregur er einnig það land á Norðurlöndunum sem er með flesta dollaramilljónamæringa miðað við íbúatölu eða 17 slíka á hverja 1.000 íbúa landsins.

Danmörk kemur þar næst á eftir en er ekki nema hálfdrættingur m.v. Noreg með 8 milljónamæringa á hverja 1.000 íbúa. Í þriðja sæti er síðan Svíþjóð með 6 milljónamæringa á hverja 1.000 íbúa landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×