Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,7%.

Þá halda verðsveiflur á heimsmarkaðverði á olíu áfram en bæði Brent olian og bandaríska léttolían hafa lækkað nokkuð yfir helgina. Tunnan af Brent olíunni var komin niður í 98,5 dollara og bandaríska léttolían er komin niður í rúma 84 dollara á tunnuna í gærkvöldi. Í morgun hefur olíuverðið síðan hækkað aðeins að nýju.

Það sem veldur þessari niðursveiflu í augnablikinu eru einkum dapurlegar tölu um fjölgun starfa í Bandaríkjunum sem birtar voru s.l. föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×