Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á evrusvæðinu eykst áfram

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Atvinnleysið mældist 11,1% í maí samanborið við 11% í apríl og hefur aldrei verið meira í sögu evrusvæðisins.

Þessar tölur þýða að rúmlega 17,5 milljónir manna gangi atvinnulausir. Það eru einkum Spánn og Ítalía sem valda aukningu á atvinnuleysinu en hvað Spán varðar jókst það í 24,6% í maí. Þar af er atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 24 ára aldri gríðarlegt eða yfir 52%.

Á Ítalíu er atvinnuleysi meðal ungs fólks einnig mikið eða yfir 36%. Grikkir hafa gefist upp á að mæla atvinnuleysi ungs fólks en síðustu tölur frá mars mánuði sýndu einnig ríflega 52% atvinnuleysi í þessum hópi þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×