Viðskipti erlent

Notendum Facebook fækkar

mynd/AFP
Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Fyrirtækið rannsakaði notendafjölda síðunnar í 200 löndum. Það var síðan í gær sem niðurstöðurnar voru birtar. Samkvæmt þeim hefur notendum fækkað um 1.1 prósent í Bandaríkjunum sem og í nokkrum löndum í Evrópu.

Sérstaklega var litið til þeirra 23 landa þar sem meira en helmingur íbúa er skráður á Facebook. Af þeim varð fækkun í 14 löndum. Notendum hefur þó fjölgað lítillega í níu af þessum löndum.

Þá hefur samskiptasíðan verið í mikilli sókn í Asíu, þá sérstaklega í Japan og Indlandi en fjölda notenda í þeim hefur aukist um 60 og 20 prósent á síðustu sex mánuðum.

Þegar niðurstöður Capstone Investments voru birtar í gær féll virði hlutabréfa Facebook um eitt prósent. Þetta hefur því verið slæm vika fyrir síðuna en bréf fyrirtækisins voru í frjálsu falli á mánudaginn.

Stjórnendur Facebook þurfa þó ekki að örvænta enda eru 900 milljón manns skráðir á síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×