Viðskipti erlent

Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%.

Í frétt um málið á börsen segir að alls hafi ítalska ríkið aflað sér 7,5 milljarða evra í útboðinu. Nokkur umfram eftirspurn reyndist eftir þessum bréfum eða um 55%.

Þetta er fyrsta útboðið á ítölskum ríkisskuldabréfum síðan að stjórnvöld þar tilkynntu um umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×