Handbolti

Abalo semur við Paris | Átta nýir leikmenn komnir

Abalo í baráttunni við væntanlegan liðsfélaga sinn, Róbert Gunnarsson, í úrslitaleik ÓL árið 2008.
Abalo í baráttunni við væntanlegan liðsfélaga sinn, Róbert Gunnarsson, í úrslitaleik ÓL árið 2008.
Franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við hið nýríka franska félag Paris Handball. Hann er áttundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Abalo kemur til félagsins frá Atletico Madrid þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki síðustu ár. Þó svo peningarnir séu augljóslega að toga leikmenn til Parísar segist Abalo koma til félagsins af persónulegum ástæðum.

Hjá Parísarliðinu hittir Abalo fyrir Didier Dinart, félaga sinn úr franska landsliðinu, sem gekk á dögunum einnig til liðs við félagið frá Atlético Madrid. Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru einnig búnir að semja við félagið sem var næstum fallið úr efstu deild síðasta vetur.

Áður höfðu þeir Mladen Bojinovic og Samuel Honrubia gengið til liðs við félagið frá Montpellier, Antonio Garcia frá Ademar Leon auk Marko Kopljar frá Zagreb.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×