Viðskipti erlent

Ætla að vernda evruna

Merkel og Hollande.
Merkel og Hollande. mynd/AP
Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að löndin tvö vinni nú að því að treysta stoðir gjaldmiðilsins.

Þá tók Mario Draghi í sama streng en hann er bankastjóri seðlabanka Evrópu.

Á sama tíma tilkynnti þó Bundesbank, seðlabaki Þýskalands, að hann væri mótfallinn áframhaldandi kaupum evrópska seðlabankans á ríkisskuldabréfum.

Yfirlýsingarnar hafa vakið góð viðbrögð á mörkuðum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×