Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af þróun mála í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af þróun mála í efnahagskerfi Kína. Telur sjóðurinn að hagkerfið sé orðið of háð fjárfestingum og hvetur kínversk stjórnvöld til að auka neyslu Kínverja innanlands samhliða því að beina þeim frá fjárfestingum í fasteignum.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Hagvöxtur í Kína hefur nú dregist saman sex ársfjórðunga í röð en hann mælst samt einn sá mesti í heimi. Þetta gæti bent til mjúkrar lendingar hagkerfisins á næstunni svo framarlega sem stjórnvöld í Kína ná að auka neyslu landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×