Viðskipti erlent

Katalónía óskar eftir fjárhagsaðstoð

BBI skrifar
Héraðsstjórn Katalóníu á Spáni mun biðja spænska ríkið um fjárhagsaðstoð. Andreu Mas-Colell, fjármálaráðherra Katalóníu, staðfesti þetta við breska ríkisútvarpið BBC í dag.

Katalónía er annað af 17 héruðum landsins til að biðja um fjárhagsaðstoð frá ríkinu, en fyrir helgi óskaði Valencia eftir aðstoð.

Þessar sviptingar hafa aukið áhyggjur af spænsku efnahagslífi og til að mynda fóru vextir á spænskum ríkisskuldabréfum yfir 7% markið í gær, en þegar það gerist teljast ríkisskuldirnar ósjálfbærar. Nú er hálft í hvoru beðið eftir því að Spánn óski eftir neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með tilheyrandi aðhaldsaðgerðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×