Viðskipti erlent

Batmanmyndin náði tæplega 20 milljörðum í miðasölu

Nýjasta Batman myndin The Dark Knight Rises náði inn rúmlega 160 milljónum dollara eða tæplega 20 milljörðum dollara í miðasölunni um síðustu helgi.

Þar með er myndin sú tekjuhæsta í sögunni hvað miðasölu um frumsýningarhelgi varðar fyrir utan þrívíddarmyndir. Þær tvær myndir sem náð hafa mestu inn í miðasölu um frumsýningarhelgi voru The Avengers og síðasta Harry Potter myndin sem báðar eru í þrívídd.

Miðasalan á Batman myndina var nokkuð undir væntingum sérfræðinga og gætir þar áhrifa frá skotárásinni í Denver í Colarado sem kostaði 12 manns lífið og 50 særða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×