Viðskipti erlent

Pútin staðfesti aðild Rússlands að WTO

Vladimir Pútin, forseti Rússlands, undirritaði um helgina lög sem staðfesta aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO.

Samningaviðræður um aðild Rússlands tók 18 ár og gekk á ýmsu. Á síðustu árum var það Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu sem var aðalsamningamaðurinn fyrir hönd stofnunarinnar og hann náði að lokum samkomulaginu við Rússland.

Með staðfestingunni verður Rússland 156. landið í heiminum sem gengur í Alþjóðaviðskipastofnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×