Viðskipti erlent

Fyrsta tapið hjá Microsoft síðan árið 1986

Hugbúnaðarrisinn Microsoft greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði tapað tæplega 500 milljónum dollara, eða um 62 milljörðum kr. á öðrum ársfjórðungi ársins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Microsoft skilar tapi frá því að fyrirtækið var skráð á markað árið 1986. Til samanburðar var 5,9 milljarða dollara hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Höfuðástæðan fyrir tapi Microsoft nú eru afskriftir vegna leitarvélarinnar Aquantive sem keypt var árið 2007 og átti að keppa við Google. Sú leitarvél náði sér hinsvegar aldrei á strik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×