Handbolti

Suður-Kórea lagði Rússa | Geta hefnt gegn þeim norsku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Nordicphotos/Getty
Kvennalandslið Suður-Kóreu og Spánverja tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.

Suður-Kórea lagði Rússland 24-23 í æsispennandi leik. Rússar höfðu tíu sekúndur undir lokin til þess að jafna metin en tókst ekki að ná skoti að marki.

Suður-Kórea er því komin í undanúrslit líkt og fyrir fjórum árum en þá féll liðið úr leik eftir eins marks tap gegn Norðmönnum sem unnu til gullverðlauna.

Suður-Kórea fær nú tækifæri til að hefna fyrir tapið en liðin mæast í undanúrslitum.

Fyrr í dag vann Spánn sigur á Króatíu 25-22 en þær spænsku leiddu í hálfleik 13-12. Spænsku stelpurnar náðu frumkvæðinu eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik og héldu tveggja til þriggja marka forystu út leikinn.

Spánverjar mæta sigurvegaranum úr viðureign Frakka og Svartfellinga í undanúrslitum en leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×