Handbolti

Akureyri með tvo erlenda markverði í vetur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Akureyri-hand.is
Akureyri Handboltafélag hefur fengið markvörðinn Tomas Olason til liðs við sig. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Tomas kemur frá danska b-deildarliðinu Odder en hann á íslenskan föður.

Tomas er annar erlendi markvörðurinn í herbúðum Dana því Akureyringar höfðu þegar samið við Serbann Jovan Kukobat. Þá veitir Stefán Guðnason Olason og Kukobat samkeppni um markvarðarstöðuna.

Tomas hefur leikið með U-17 og U-19 ára landsliðum Dana. Hann lék með Andra Snæ Stefánssyni hjá Odder sem hafði mikið um það að segja að Tomas gekk til liðs við Akureyri. Hann ku tala góða íslensku og ætlar sér að ná enn betri tökum á tungumálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×