Handbolti

Haukar og FH unnu fyrstu leiki Hafnarfjarðarmótsins

Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmansson.
Stefán Rafn Sigurmansson. Mynd/Anton
Hafnarfjarðarmótið í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Haukar og FH unnu sigra í þeim en báðir fóru þeir fram í íþróttahúsinu við Strandgötu.

FH vann fjögurra marka sigur á Fram, 21-17, eftir að hafa verið með sjö marka forystu í hálfleik, 16-9. Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Einar Rafn Eiðsson sex gegn sínum gömlu félögum.

Hjá Fram var Þorri Björn Gunnarsson markahæstur með fimm mörk.

Haukar höfðu betur gegn Aftureldingu með minnsta mun, 28-27. Staðan í hálfleik var 15-13, Haukum í vil.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði átta mörk fyrir Hauka en Jóhann Jóhannsson tíu fyrir Aftureldingu.

Dagskrá mótsins:

Annað kvöld:

18.00 Haukar - Fram

20.00 FH - Afturelding

Föstudagskvöld:

18.00 Afturelding - Fram

20.00 Haukar - FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×