Handbolti

Kasper Hvidt vildi ekki fara til Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kasper Hvidt.
Kasper Hvidt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski markvörðurinn Kasper Hvidt átti möguleika á því að fara til spænska stórliðsins Atletico Madrid en valdi það frekar að skrifa undir samning við KIF Kolding frá Kaupmannahöfn.

Hvidt var án liðs þegar AG Kaupmannahafnarliðið fór á hausinn en var einn af aðalmönnunum í að sameina krafta AG og KIF Kolding og mynda aftur sterkt handboltalið á Kaupmannahafnarsvæðinu.

Kasper Hvidt er einn af bestu markvörðum Dana frá upphafi en hann hefur spilað yfir 200 landsleiki fyrir Dani og spilaði með Ademar León, Portland San Antonio og Barcelona í spænsku deildinni frá 2000 til 2009.

Atletico Madrid var að leita sér að markverði eftir að félagið seldi Arpad Sterbik til Barcelona.

„Ég get orðið handboltamaður á ný og ekkert annað þótt að það hafi vissulega verið spennandi að fá að kynnast öðrum hliðum handboltans. Ég átti möguleika á því að fara til Atletico Madrid en hafði ekki áhuga á því," sagði Kasper Hvidt við Ekstra Bladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×