Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli fer hækkandi að nýju

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt töluvert úr kútnum frá því í síðasta mánuði. Verðið er komið í rúma 1940 dollara á tonnið í framvirkum samningum til þriggja mánaða á málmmarkaðinum í London.

Um miðjan ágúst s.l. var þetta verð komið niður í tæpa 1.840 dollara á tonnið. Álverð hefur verið í mikilli niðursveiflu allt þetta ár og sem dæmi má taka að í júlí s.l. var verðið um 30% lægra en það var í sama mánuði í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×