Viðskipti erlent

Lækkanir víðast hvar á alþjóðlegum mörkuðum

Lækkanir hafa einkennt helstu hlutabréfamarkaði í Evrópu í dag. Þannig lækkaði DAX vísitalan þýska um 1,17 prósent og FTSE 100 vísitalan breska um 1,5 prósent. Lækkanir eru raktar til svartsýni hjá fjárfestum vegna nýrra atvinnuleysistalna evrópsku hagstofunnar Eurostat, en samkvæmt þeim er atvinnuleysi enn að aukast í Evrópu, en það mælist nú ríflega 11 prósent.

Í Bandaríkjunum hafa helstu vísitölur lækkað lítið eitt. Nasdaq vísitalan hefur lækkað um 0,27 prósent það sem af er degi og S&P 500 vísitalan um 0,41 prósent.

Sjá má nánari upplýsingar um gengi á erlendum mörkuðum, á markaðsvakt Wall Street Journal, hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×