Viðskipti erlent

Andalúsía biður um fjárhagsaðstoð frá Madrid

Andalúsía á Spáni hefur nú bæst í hóp þeirra héraða landsins sem farið hafa fram á fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í Madrid.

Héraðstjórnin í Andalúsíu fer fram að aðstoð sem nemur um einum milljarði evra eða um 154 milljörðum króna.

Fyrir utan Andalúsíu hafa héruðin Katalónía, Valensíu og Murciu einnig farið fram á fjárhagsaðstoð.

Stjórnvöld í Madrid hafa komið á fót sérstökum neyðarsjóði upp á 18 milljarða evra til að mæta beiðnum um fjárhagsaðstoð frá héruðum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×