Draghi ýjar að fjárinnspýtingu Magnús Halldórsson skrifar 3. september 2012 21:16 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira