Viðskipti erlent

Sjálfsstýrðir bílar í Kaliforníu

Undirritun samninga Kaliforníuríkis og Google.
Undirritun samninga Kaliforníuríkis og Google. mynd/AP
Yfirvöld í Kaliforníu munu á næstu dögum hefja prófanir með sjálfsstýrða bíla á helstu umferðaræðum sínum.

Kalifornía er annað ríkið í Bandaríkjunum til að taka þátt í verkefninu með því að taka höndum saman við tæknirisann Google.

Á síðustu árum hefur fyrirtækið unnið að þróun sjálfsstýrða bíla. Þessi einstöku faratæki eru algjörlega sjálfsstýrð, engin manneskja þarf að ýta á bensíngjöfina, bremsa eða taka í stýrið.

Þó ótrúlegt megi virðast hafa bílar Google aðeins einu sinni lent í umferðaróhappi. Þá var keyrt aftan á hann en bíll Google var þá í rétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×