Handbolti

Strákarnir hans Óskars Bjarna töpuðu á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Daníel
Það gengur ekki nógu vel hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og lærisveinum hans í Viborg HK en liðið tapað með fjórum mörkum á heimavelli á móti Skjern í kvöld, 22-26, þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Viborg hefur aðeins náð að vinna einn leik í fyrstu fimm umferðunum.

Sigur Skjern var öruggur en liðið skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins, var 15-10 yfir í hálfeik og komst mest sjö mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Skjern-liðið er eitt af bestu liðum deildarinnar en liðið hefur unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum.

Viborg-liðið hafði unnið sinn fyrsta leik undir stjórn Óskars Bjarna um síðustu helgi en sá leikur var á móti botnliði Ringsted. Viborg hefur nú náð í 3 af 10 mögulegum stigum og situr í 11. sæti dönsku deildarinnar.

Orri Freyr Gíslason átti fínan leik með Viborg, skoraði fjögur mörk í leiknum og var annar markahæsti maður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×