Viðskipti erlent

IMF: Endurreisn heimsmarkaðarins tekur áratug

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að það muni taka áratug fyrir heimsmarkaðinn að ná sér eftir efnahagshrunið.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að það muni taka áratug fyrir heimsmarkaðinn að ná sér eftir efnahagshrunið. mynd/AFP
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að það muni taka áratug fyrir heimsmarkaðinn að ná sér eftir efnahagshrunið. Þetta sagði helsti hagfræðingur sjóðsins í samtali við ungverska fjölmiðla í gær.

Efnahagsvandi evruríkjanna, skuldavandi Bandaríkjanna ásamt þeim hægagangi sem ríkir í efnahag Kína, mun orsaka dýpri lægð í efnahagsmálum heimsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fundar í Tókíó í næstu viku en þar verður skuldavandi evrusvæðisins ræddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×