Handbolti

Anton lagði sinn gamla læriföður

Óskar Bjarni, þjálfari Viborg, var ekkert sérstaklega kátur með að tapa í kvöld eins og sjá má. Hann er hér með Orra Frey og Antoni en allir voru þeir í herbúðum Vals undanfarin ár.
Óskar Bjarni, þjálfari Viborg, var ekkert sérstaklega kátur með að tapa í kvöld eins og sjá má. Hann er hér með Orra Frey og Antoni en allir voru þeir í herbúðum Vals undanfarin ár. mynd/facebook
Það var mikill Íslendingaslagur í danska boltanum í kvöld þegar lið Óskars Bjarna Óskarssonar, Viborg, mætti SönderjyskE.

Orri Freyr Gíslason, fyrrum Valsmaður, leikur með Viborg en annar fyrrum lærisveinn Óskars Bjarna hjá Val, Anton Rúnarsson, leikur með SönderjyskE sem og Atli Ævar Ingólfsson, fyrrum leikmaður HK.

Þeir Anton og Atli Ævar fögnuðu sigri í kvöld,, 29-26. Hvorgur þeirra komst þó á blað. Orri skoraði eitt mark fyrir Viborg.

SönderjyskE er í sjöunda sæti deildarinnar en Viborg því næstneðsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×