Viðskipti erlent

Nethraðinn í heiminum minnkaði um 14% að meðaltali milli ára

Nethraðinn í heiminum minnkaði að meðaltali um 14% á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og var 2,3 megabæt á sekúndu.

Þetta kemur fram í reglulegri mælingu Akamai gáfnaveitunnar. Á vefsíðu Akamai segir að ekki sé ljóst afhverju nethraðinn minnkaði milli ársfjórðunganna því fyrir árið í heild hefur hraðinn aukist um 19% að meðaltali miðað við fyrra ár.

Nethraðinn er mestur í Suður Kóreu eða 17,5 megabæt á sekundu og jókst um 28% milli ára en Japan er í öðru sæti með nethraða upp á 9,1 megabæt á sekúndu.

Ísland er í 15 . sæti á listanum yfir hraða á netinu en hann er tæplega 5,5 megabæt á sekúndu og erum við aðeins neðar á listanum en Bandaríkjamenn þar sem hraðinn er 5,8 megabæt.

Ekkert af Norðurlöndunum nær inn á topp tíu sætin hvað nethraða varðar. Í næstu sætum fyrir neðan Japan eru Hong Kong, Holland, Lettland og Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×