Golf

Birgir Leifur höggi betri en Parnevik á úrtökumóti fyrir PGA

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. seth
Birgir Leifur Hafþórsson hóf keppni á öðru stigi á úrtökumóti fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir, sem leikur fyrir GKG, lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari á Plantation Preserve vellinum í Flórída.

Skor kylfinga var mjög lágt í gær og er Birgir í 33.-37. sæti af alls 74 kylfingum. Margir þekktir kappar eru á meðal keppenda á úrtökumótinu og sem dæmi má nefna lék Birgir einu höggi betur en sænski kylfingurinn Jesper Parnevik.

Það er ekki ljóst hve margir kylfingar komast áfram á lokaúrtökumótið af þessum velli en gera má ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram. Leikið er á þremur keppnisvöllum á öðru stigi úrtökumótsins.

Birgir náði ekki að komast í gegnum annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fór á Spáni í síðustu viku.

Staðan á mótinu:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×