UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 08:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira