Viðskipti erlent

Fasteignamarkaðurinn blómstrar að nýju í Bandaríkjunum

Fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum er kominn í mikla uppsveiflu eftir að hafa nánast legið í dvala frá árinu 2008.

Tölur yfir nýbyggingar í október sýna að þær voru 42% fleiri en fyrir ári síðan. Tölur yfir sölu á fasteignum hafa stöðugt farið vaxandi á undanförnum 16 mánuðum. Í október voru þannig seldar rúmlega 2% fleiri fasteignir en í sama mánuði í fyrra.

Sérfræðingar segja að þessi mikla uppsveifla í fasteignaviðskiptum muni ýta undir almennan efnahagsbata í Bandaríkjunum.

Um óvænta þróun er að ræða því spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir að fasteignamarkaðurinn vestan hafs yrði áfram í lægð fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×