Handbolti

Flensburg ekki í vandræðum með Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í baráttu við Sverre Jakobsson í leik Flensburg og Grosswallstadt fyrr á leiktíðinni.
Arnór Atlason í baráttu við Sverre Jakobsson í leik Flensburg og Grosswallstadt fyrr á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images
Þó svo að engin rétthent skytta sé leikfær í leikmannahópi Flensburg vann liðið engu að síður góðan tíu marka útisigur á Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Atlason sleit hásin í leik með liðinu um helgina en fyrir voru þeir Lars Kaufmann og Petar Djordjic frá vegna meiðsla.

Liðið fékk því sem kunnugt er Ólaf Gústafsson frá FH til að fylla í skarð þeirra en hann heldur ekki utan til Þýskalands fyrr en síðar í vikunni.

Sigur Flensburg í kvöld var öruggur. Liðið var með þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13, og keyrði svo fram úr heimamönnum í síðari hálfleik.

Anders Eggert skoraði átta mörk fyrir Flensburg og Florian von Gruchalla fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×