Viðskipti erlent

Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands

Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði.

Meðal þeirra sem hafa áhuga á þessu svæði má nefna olíurisa á borð við BP, ExxonMobil, Chevron og Statoil. Leitarsvæðið sem boðið er út er 50.000 ferkílómetrar að stærð.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að á næstunni muni heimastjórn Grænlands velja bestu umsóknirnar sem bárust í þessa olíuleit og vinnslu, það er í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt olíufélag hafa sótt um sömu svæðin sem í boði eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×