Umfjöllun og viðtöl: Valur 20-23 Haukar | Haukar taplausir í fríið Benedikt Grétarsson í Vodafone-höllinni skrifar 13. desember 2012 14:32 Mynd/Vilhelm Haukar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum 23-20 í viðureign liðanna í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar sitja ósigraðir í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn eru í botnsætinu þegar átta vikna hlé vegna HM í handbolta fer í hönd. Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu miklu betur og náðu fimm marka forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn 10-5. Við tók frábær kafli Valsmanna sem skoruðu sex mörk í röð en staðan í hálfleik var 11-11. Haukar náðu undirtökunum á nýjan leik í síðari hálfleik og lönduðu nokkuð öruggum sigri 23-20. Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur gestanna með sex mörk úr tólf skotum. Hjá heimamönnum skoraði Sveinn Aron Sveinsson mest eða átta mörk. Haukar halda í jólafrí taplausir en toppliðið þurfti að hafa fyrir sigri gegn botnliði Vals í kvöld. Haukar náðu tvívegis góðri forystu en baráttuglaðir Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu með mikilli baráttu að koma sér inn í leikinn í bæði skiptin. Svo fór þó að reynsla Hauka skilaði þeim þriggja marka sigri, 20-23. Fyrri hálfleikurinn fór af stað eins og flestir áhorfendur bjuggust væntanlega við, þ.e.a.s. með nokkrum yfirburðum Hauka. Gestirnir mölluðu áfram eins og gömul díselvél og voru komnir með fimm marka forystu þegar 8 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Varnarleikur Hauka var traustur og skilaði nokkrum auðveldum mörkum. Þá fór í hönd ótrúlegur kafli hjá Valsmönnum, sem keyrðu yfir freðna Haukamenn og skoruðu næstu sex mörk. Staðan skyndilega orðin 11-10 fyrir Valsmenn en Gylfi Gylfason náði að jafna leikinn með örvæntingarfullu langskoti og liðin héldu því til búningsherbergja jöfn, 11-11. Síðari hálfleikur spilaðist keimlíkt þeim fyrri. Haukar náðu góðu forskoti á ný, ekki síst vegna góðrar frammistöðu Adams Hauks Baumrauk. Þegar 18 mínútur voru til leiksloka kom Gísli Kristjánsson gestunum í sex marka forystu, 13-19, og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Valsmenn tóku þá aðra hressilega rispu, skoruðu fjögur mörk í röð og munurinn ekki nema tvö mörk þegar 10 mínútur voru eftir. Haukar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan þriggja marka sigur, 20-23. Valur fékk fjölda tækifæra til að koma sér af fullri alvöru inn í leikinn en glopruðu tækifærunum úr höndum sér, oft einum og jafnvel tveimur leikmönnum fleiri. Haukar fara því sáttir með 8 stiga forystu í jólafrí og geta leyft sér að kjamsa aðeins á jólasteikinni. Valsmenn þurfa hins vegar að girða sig í brók, þeir eru komnir í fallsæti eftir leiki kvöldsins. Árni Steinn Steinþórsson spilaði ágætlega hjá Haukum og Adam átti flotta innkomu í síðari hálfleik. Þá spilaði Gísli Kristjánsson vel í vörn og sókn. Sveinn Aron Sveinsson átti frábæran leik hjá Val og Lárus stóð vaktina ágætlega í markinu, ekki síst í vítaköstum en kappinn varði þrjú víti í kvöld. Leikurinn markaði endurkomu Sigurbergs Sveinssonar, stórskyttu Hauka, en kappinn spilaði mjög lítið hlutverk að þessu sinni. Sigurbergur kom inn á til að freista þess að skora úr vítakasti eftir 15 mínútna leik en Lárus Helgi Ólafsson spillti partýinu og varði vítið. Lárus varði svo annað víti frá Sigurbergi í síðari hálfleik og eyðilagði þar með endanlega endurkomupartýið hjá stórskyttunni. Aron: Misstum viðtala-sérfræðing liðsinsMynd/VilhelmAron Kristjánsson var ánægður með stigin tvö en ósáttur við hvernig hans menn töpuðu niður forskoti í tvígang. „Við náum góðu forskoti í kjölfarið á gríðarlega góðri varnarvinnu en slökum svo alltof mikið á og fáum þá beint í fangið. Við erum líka að fara illa með góð færi og fáum klaufalegar brottvísanir." Aron var sáttur við baráttu sinna manna þegar þeir voru færri á vellinum. „Við erum meira á tánum þegar við erum færri og þeir voru bara í miklu basli í yfirtölu. Við vorum hins vegar í vandræðum með markvörsluna í seinni hálfleik og því var það mjög ánægjulegt að við náðum að stoppa í götin undir lokin og klára leikinn." Haukar misstu sinn markahæsta leikmann fyrir leikinn en Stefán Rafn Sigurmannsson er farinn í atvinnumennsku til Þýskalands. „Við misstum markahæsta manninn, vítaskyttuna og þann sem nennir að fara í viðtöl eftir leikina," sagði Aron brosandi en segir að aðrir leikmenn verði einfaldlega að stíga upp í fjarveru Stefáns. Árni Steinn: Ég er sáttur við mitt framlagMynd/VilhelmÁrni Steinn Steinþórsson var feginn í leikslok, „Ég er bara hrikalega ánægður að við náðum að klára þetta, sérstaklega þar sem við gloprum niður góðu forskoti í báðum hálfleikjum. Við höfum kannski ofmetið okkur aðeins í þessum leik en ég hef oft spilað á móti þessum Valsstrákum og veit vel að þeir eru mjög sleipir." Árni Steinn hefur spilað stórt hlutverk í Haukaliðinu í vetur, „Ég er sáttur við mitt framlag og minn spilatíma í vetur. Þegar ég var meiddur, var ég mikið í lyftingasalnum og hafði það bakvið eyrað að geta komið sterkur til baka og spilað tvær stöður." Árni grætur ekki þær fréttir að deildarbikarinn hafi verið færður til loka janúar, „Ég er bara mjög sáttur við þessar fréttir. Þetta hefur aðeins verið að eyðileggja fyrir manni steikurnar," segir hornamaðurinn og skyttan Árni. Patrekur: Við þurfum liðsstyrk í janúar.Mynd/VilhelmPatrekur Jóhannesson reyndi að horfa á björtu hliðarnar þrátt fyrir tapið. „Það er alls ekki við strákana að sakast. Þeir gáfust aldrei upp og komu alltaf til baka en okkur vantar bara ákveðin gæði í sóknarleikinn. Breiddin er ekki mikil og ekki eru meiðslin á Valdimar að hjálpa okkur á því sviði." Patrekur viðurkenndi að hans menn hefðu á tíðum verið sjálfum sér verstir. „Við höfum verið að leysa yfirtöluna mjög vel með Valdimar innanborðs en ströndum í kvöld án hans. Ég verð að taka það að einhverju leyti á mig, að hafa ekki komið með lausnir í hans fjarveru." Patrekur er ekki í nokkrum vafa að Valsmenn þurfi liðsstyk fyrir komandi átök. „Við vissum að það yrði mjög erfitt að missa fimm leikmenn úr liði sem hafði endað í sjötta sæti tvö ár í röð. Stjórnin verður bara að taka ákvörðun um framhaldið en ég vil taka skýrt fram að strákarnir hafa lagt mikið á sig en stundum er verkefnið bara of stórt fyrir þá." Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum 23-20 í viðureign liðanna í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar sitja ósigraðir í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn eru í botnsætinu þegar átta vikna hlé vegna HM í handbolta fer í hönd. Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu miklu betur og náðu fimm marka forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn 10-5. Við tók frábær kafli Valsmanna sem skoruðu sex mörk í röð en staðan í hálfleik var 11-11. Haukar náðu undirtökunum á nýjan leik í síðari hálfleik og lönduðu nokkuð öruggum sigri 23-20. Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur gestanna með sex mörk úr tólf skotum. Hjá heimamönnum skoraði Sveinn Aron Sveinsson mest eða átta mörk. Haukar halda í jólafrí taplausir en toppliðið þurfti að hafa fyrir sigri gegn botnliði Vals í kvöld. Haukar náðu tvívegis góðri forystu en baráttuglaðir Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu með mikilli baráttu að koma sér inn í leikinn í bæði skiptin. Svo fór þó að reynsla Hauka skilaði þeim þriggja marka sigri, 20-23. Fyrri hálfleikurinn fór af stað eins og flestir áhorfendur bjuggust væntanlega við, þ.e.a.s. með nokkrum yfirburðum Hauka. Gestirnir mölluðu áfram eins og gömul díselvél og voru komnir með fimm marka forystu þegar 8 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Varnarleikur Hauka var traustur og skilaði nokkrum auðveldum mörkum. Þá fór í hönd ótrúlegur kafli hjá Valsmönnum, sem keyrðu yfir freðna Haukamenn og skoruðu næstu sex mörk. Staðan skyndilega orðin 11-10 fyrir Valsmenn en Gylfi Gylfason náði að jafna leikinn með örvæntingarfullu langskoti og liðin héldu því til búningsherbergja jöfn, 11-11. Síðari hálfleikur spilaðist keimlíkt þeim fyrri. Haukar náðu góðu forskoti á ný, ekki síst vegna góðrar frammistöðu Adams Hauks Baumrauk. Þegar 18 mínútur voru til leiksloka kom Gísli Kristjánsson gestunum í sex marka forystu, 13-19, og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Valsmenn tóku þá aðra hressilega rispu, skoruðu fjögur mörk í röð og munurinn ekki nema tvö mörk þegar 10 mínútur voru eftir. Haukar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan þriggja marka sigur, 20-23. Valur fékk fjölda tækifæra til að koma sér af fullri alvöru inn í leikinn en glopruðu tækifærunum úr höndum sér, oft einum og jafnvel tveimur leikmönnum fleiri. Haukar fara því sáttir með 8 stiga forystu í jólafrí og geta leyft sér að kjamsa aðeins á jólasteikinni. Valsmenn þurfa hins vegar að girða sig í brók, þeir eru komnir í fallsæti eftir leiki kvöldsins. Árni Steinn Steinþórsson spilaði ágætlega hjá Haukum og Adam átti flotta innkomu í síðari hálfleik. Þá spilaði Gísli Kristjánsson vel í vörn og sókn. Sveinn Aron Sveinsson átti frábæran leik hjá Val og Lárus stóð vaktina ágætlega í markinu, ekki síst í vítaköstum en kappinn varði þrjú víti í kvöld. Leikurinn markaði endurkomu Sigurbergs Sveinssonar, stórskyttu Hauka, en kappinn spilaði mjög lítið hlutverk að þessu sinni. Sigurbergur kom inn á til að freista þess að skora úr vítakasti eftir 15 mínútna leik en Lárus Helgi Ólafsson spillti partýinu og varði vítið. Lárus varði svo annað víti frá Sigurbergi í síðari hálfleik og eyðilagði þar með endanlega endurkomupartýið hjá stórskyttunni. Aron: Misstum viðtala-sérfræðing liðsinsMynd/VilhelmAron Kristjánsson var ánægður með stigin tvö en ósáttur við hvernig hans menn töpuðu niður forskoti í tvígang. „Við náum góðu forskoti í kjölfarið á gríðarlega góðri varnarvinnu en slökum svo alltof mikið á og fáum þá beint í fangið. Við erum líka að fara illa með góð færi og fáum klaufalegar brottvísanir." Aron var sáttur við baráttu sinna manna þegar þeir voru færri á vellinum. „Við erum meira á tánum þegar við erum færri og þeir voru bara í miklu basli í yfirtölu. Við vorum hins vegar í vandræðum með markvörsluna í seinni hálfleik og því var það mjög ánægjulegt að við náðum að stoppa í götin undir lokin og klára leikinn." Haukar misstu sinn markahæsta leikmann fyrir leikinn en Stefán Rafn Sigurmannsson er farinn í atvinnumennsku til Þýskalands. „Við misstum markahæsta manninn, vítaskyttuna og þann sem nennir að fara í viðtöl eftir leikina," sagði Aron brosandi en segir að aðrir leikmenn verði einfaldlega að stíga upp í fjarveru Stefáns. Árni Steinn: Ég er sáttur við mitt framlagMynd/VilhelmÁrni Steinn Steinþórsson var feginn í leikslok, „Ég er bara hrikalega ánægður að við náðum að klára þetta, sérstaklega þar sem við gloprum niður góðu forskoti í báðum hálfleikjum. Við höfum kannski ofmetið okkur aðeins í þessum leik en ég hef oft spilað á móti þessum Valsstrákum og veit vel að þeir eru mjög sleipir." Árni Steinn hefur spilað stórt hlutverk í Haukaliðinu í vetur, „Ég er sáttur við mitt framlag og minn spilatíma í vetur. Þegar ég var meiddur, var ég mikið í lyftingasalnum og hafði það bakvið eyrað að geta komið sterkur til baka og spilað tvær stöður." Árni grætur ekki þær fréttir að deildarbikarinn hafi verið færður til loka janúar, „Ég er bara mjög sáttur við þessar fréttir. Þetta hefur aðeins verið að eyðileggja fyrir manni steikurnar," segir hornamaðurinn og skyttan Árni. Patrekur: Við þurfum liðsstyrk í janúar.Mynd/VilhelmPatrekur Jóhannesson reyndi að horfa á björtu hliðarnar þrátt fyrir tapið. „Það er alls ekki við strákana að sakast. Þeir gáfust aldrei upp og komu alltaf til baka en okkur vantar bara ákveðin gæði í sóknarleikinn. Breiddin er ekki mikil og ekki eru meiðslin á Valdimar að hjálpa okkur á því sviði." Patrekur viðurkenndi að hans menn hefðu á tíðum verið sjálfum sér verstir. „Við höfum verið að leysa yfirtöluna mjög vel með Valdimar innanborðs en ströndum í kvöld án hans. Ég verð að taka það að einhverju leyti á mig, að hafa ekki komið með lausnir í hans fjarveru." Patrekur er ekki í nokkrum vafa að Valsmenn þurfi liðsstyk fyrir komandi átök. „Við vissum að það yrði mjög erfitt að missa fimm leikmenn úr liði sem hafði endað í sjötta sæti tvö ár í röð. Stjórnin verður bara að taka ákvörðun um framhaldið en ég vil taka skýrt fram að strákarnir hafa lagt mikið á sig en stundum er verkefnið bara of stórt fyrir þá."
Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira