Handbolti

Strákarnir okkar í beinni á Stöð 2 Sport um páskana

Ólafur Stefánsson verður væntanlega með liðinu í Króatíu.
fréttablaðið/vilhelm
Ólafur Stefánsson verður væntanlega með liðinu í Króatíu. fréttablaðið/vilhelm
365 hefur tryggt sér sýningarréttinn á undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Króatíu um páskana. Leikir Íslands verða því sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Andstæðingar Íslands í riðlinum verða Síle, Japan og Króatía. Tvö efstu lið riðilsins komast á ÓL í London í sumar og strákarnir okkar eru svo sannarlega í dauðafæri að komast þangað.

Lið Síle er ekki hátt skrifað í handboltaheiminum en Japanar sýndu á HM árið 2011 að þeir geta bitið frá sér. Þá lék Ísland einmitt gegn Japan og vann frekar þægilegan sigur.

Króatía er síðan með eitt besta lið heims rétt eins og undanfarin ár og íslenska liðið hefur ekki sótt gull í greipar þeirra á síðustu stórmótum. Ísland og Króatía eru engu að síður langlíklegust til þess að komast alla til London úr þessum riðli.

Fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa gegn Síle, Japan bíður á laugardeginum og á páskadag er lokaleikurinn gegn Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×