Viðskipti erlent

33ja milljarða bakreikningur

ESB hefur sent út bakreikning til 13 aðildarríkja vegna slælegra vinnubragða við úthlutun landbúnaðarstyrkja. Nordicphotos/AFP
ESB hefur sent út bakreikning til 13 aðildarríkja vegna slælegra vinnubragða við úthlutun landbúnaðarstyrkja. Nordicphotos/AFP
Framkvæmdastjórn ESB hefur kallað eftir endurgreiðslu á 215 milljónum evra, sem jafngildir rúmum 33 milljörðum króna, sem þrettán aðildarríki höfðu fengið út úr sjóðum sambandsins í gegnum styrkjakerfi sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar.

Ástæða krafnanna er sú að ríkin sem um ræðir höfðu ekki farið að reglum við úthlutun, meðal annars með ónægri eftirfylgni með ráðstöfun fjárins. Portúgal fær langhæsta bakreikninginn, að upphæð tæplega 90 milljóna evra, en Bretland og Ítalía koma næst með um 30 milljónir evra. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×