Skrefi á undan þeim bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2012 06:00 Mynd/Valli Aron Pálmarsson fór á kostum í sigrinum á Hvít-Rússum á miðvikudagskvöldið og þessi 22 ára strákur er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti meðal lykilmanna íslenska handboltalandsliðsins. Það er því athyglisvert að skoða hvað þrír markahæstu leikmenn handboltalandsliðsins frá upphafi og þjálfari hans hjá Kiel, Alfreð Gíslason, voru búnir að afreka á sama aldri. Á fjórða ári í atvinnumennskuAron er nýbyrjaður á sínu fjórða tímabili í atvinnumennsku með einu allra besta liði í heimi, Kiel frá Þýskalandi. Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru allir mun seinna í atvinnumennsku en það verður þó að taka inn í að aðstæður í dag eru allt aðrar en þær voru á þeim tíma. Aron er þegar búinn að skora 101 mark á þessu ári, mun meira en hinir gerðu á sama aldri, og þá er hann einnig búinn að slá þeim við með því að vinna sjö stóra titla með Kiel, taka þátt í fjórum stórmótum og vera valinn í úrvalslið á stórmóti. Það tók hina mörg ár í viðbót að fá slíkt á afrekaskrána hjá sér. Hvað gerðu hinir fjórir?Kristján Arason varð 22 ára í júlí 1983 en vorið eftir vann hann sinn fyrsta stóra titil þegar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar. Kristján fór út í atvinnumennsku tveimur árum síðar þegar hann samdi við þýska liðið Hameln. Kristján var á þessum tíma orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu, en eftir 22. aldursárið var hann kominn með 225 mörk í 49 landsleikjum, eða 4,6 mörk í leik. Kristján fór hinsvegar ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en ári síðar, þegar íslenska landsliðið náði sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Íslenska landsliðið spilaði ekki á stórmóti fyrstu fjögur ár Kristjáns í landsliðinu. Alfreð Gíslason varð 22 ára í september 1981, en þá var hann að spila með KR í íslensku deildinni. Alfreð gerðist fyrst atvinnumaður tveimur árum síðar, þegar hann samdi við þýska liðið Tusem Essen, og ári síðan tók hann þátt í fyrsta stórmótinu með íslenska landsliðinu þegar það fór á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ólafur Stefánsson varð 22 ára í júlí 1995, þá sem leikmaður Vals. Hann átti eftir að spila eitt tímabil í viðbót með Val áður en hann varð atvinnumaður hjá þýska b-deildarfélaginu Wuppertal. Ólafur var þarna búinn að vinna 5 af 6 stórum titlum sínum með Val. Ólafur tók einnig þátt í sínu fyrsta stórmóti 22 ára gamall þegar hann var með á HM á Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson varð 22 ára í ágúst 2001 þegar hann var að hefja atvinnumannaferil sinn hjá TUSEM Essen. Hann var þarna búinn að spila á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og var búinn að vinna sér fast sæti í stöðu vinstri hornamanns. Nánari úttekt á samanburðinum má sjá hér fyrir neðan Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Aron Pálmarsson fór á kostum í sigrinum á Hvít-Rússum á miðvikudagskvöldið og þessi 22 ára strákur er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti meðal lykilmanna íslenska handboltalandsliðsins. Það er því athyglisvert að skoða hvað þrír markahæstu leikmenn handboltalandsliðsins frá upphafi og þjálfari hans hjá Kiel, Alfreð Gíslason, voru búnir að afreka á sama aldri. Á fjórða ári í atvinnumennskuAron er nýbyrjaður á sínu fjórða tímabili í atvinnumennsku með einu allra besta liði í heimi, Kiel frá Þýskalandi. Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru allir mun seinna í atvinnumennsku en það verður þó að taka inn í að aðstæður í dag eru allt aðrar en þær voru á þeim tíma. Aron er þegar búinn að skora 101 mark á þessu ári, mun meira en hinir gerðu á sama aldri, og þá er hann einnig búinn að slá þeim við með því að vinna sjö stóra titla með Kiel, taka þátt í fjórum stórmótum og vera valinn í úrvalslið á stórmóti. Það tók hina mörg ár í viðbót að fá slíkt á afrekaskrána hjá sér. Hvað gerðu hinir fjórir?Kristján Arason varð 22 ára í júlí 1983 en vorið eftir vann hann sinn fyrsta stóra titil þegar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar. Kristján fór út í atvinnumennsku tveimur árum síðar þegar hann samdi við þýska liðið Hameln. Kristján var á þessum tíma orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu, en eftir 22. aldursárið var hann kominn með 225 mörk í 49 landsleikjum, eða 4,6 mörk í leik. Kristján fór hinsvegar ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en ári síðar, þegar íslenska landsliðið náði sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Íslenska landsliðið spilaði ekki á stórmóti fyrstu fjögur ár Kristjáns í landsliðinu. Alfreð Gíslason varð 22 ára í september 1981, en þá var hann að spila með KR í íslensku deildinni. Alfreð gerðist fyrst atvinnumaður tveimur árum síðar, þegar hann samdi við þýska liðið Tusem Essen, og ári síðan tók hann þátt í fyrsta stórmótinu með íslenska landsliðinu þegar það fór á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ólafur Stefánsson varð 22 ára í júlí 1995, þá sem leikmaður Vals. Hann átti eftir að spila eitt tímabil í viðbót með Val áður en hann varð atvinnumaður hjá þýska b-deildarfélaginu Wuppertal. Ólafur var þarna búinn að vinna 5 af 6 stórum titlum sínum með Val. Ólafur tók einnig þátt í sínu fyrsta stórmóti 22 ára gamall þegar hann var með á HM á Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson varð 22 ára í ágúst 2001 þegar hann var að hefja atvinnumannaferil sinn hjá TUSEM Essen. Hann var þarna búinn að spila á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og var búinn að vinna sér fast sæti í stöðu vinstri hornamanns. Nánari úttekt á samanburðinum má sjá hér fyrir neðan
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira