Hætt eftir drónaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 08:32 Bev Priestman snýr ekki aftur sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta. getty/Vaughn Ridley Bev Priestman er hætt sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir drónaskandalinn á Ólympíuleikunum í París. Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira