Instagram kynnir notendasíður 7. nóvember 2012 07:00 Nýtt vefviðmót Instagram minnir á Facebook. Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Sérsniðnar síður fyrir notendur Instagram líta dagsins ljós á næstu dögum, en áður hafði viðmót notenda einskorðast við snjallsímana eða spjaldtölvurnar sem forritið hafði verið sett upp í. Notendur fá núna vefsíðu með notendamynd, upplýsingum um notandann og úrvali nýrra mynda sem hlaðið hefur verið á netið. Instragram, sem verið hefur í eigu Facebook síðan í vor, tilkynnti um breytinguna í gær. Útlit vefsíðna notenda Instagram þykir minna á "tímalínu"-útlit Facebook-síðna, nema hvað að þar er mjög lítinn texta að finna og engar auglýsingar. Þjónustan er hins vegar aðskilin Facebook þannig að vefsíður Instagram fara ekki fram á að notendur skrái sig inn með Facebook-aðgangi sínum. Persónuupplýsingastillingar minna svo á stillingar Twitter-samfélagsíðunnar þar sem fólk getur valið að vera með alveg opinn aðgang, þar sem hver sem er getur séð og gert athugasemdir við myndir, eða lokaðan þar sem fólk sér ekkert nema að notandinn hafi heimilað það.Hægt er að kynna sér málið nánar hér í fréttatilkynningu frá Instagram. -ókáNýja útlitið. Hægt er að velja hvort aðgangur að myndunum sé lokaður eða opinn öllum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Sérsniðnar síður fyrir notendur Instagram líta dagsins ljós á næstu dögum, en áður hafði viðmót notenda einskorðast við snjallsímana eða spjaldtölvurnar sem forritið hafði verið sett upp í. Notendur fá núna vefsíðu með notendamynd, upplýsingum um notandann og úrvali nýrra mynda sem hlaðið hefur verið á netið. Instragram, sem verið hefur í eigu Facebook síðan í vor, tilkynnti um breytinguna í gær. Útlit vefsíðna notenda Instagram þykir minna á "tímalínu"-útlit Facebook-síðna, nema hvað að þar er mjög lítinn texta að finna og engar auglýsingar. Þjónustan er hins vegar aðskilin Facebook þannig að vefsíður Instagram fara ekki fram á að notendur skrái sig inn með Facebook-aðgangi sínum. Persónuupplýsingastillingar minna svo á stillingar Twitter-samfélagsíðunnar þar sem fólk getur valið að vera með alveg opinn aðgang, þar sem hver sem er getur séð og gert athugasemdir við myndir, eða lokaðan þar sem fólk sér ekkert nema að notandinn hafi heimilað það.Hægt er að kynna sér málið nánar hér í fréttatilkynningu frá Instagram. -ókáNýja útlitið. Hægt er að velja hvort aðgangur að myndunum sé lokaður eða opinn öllum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira