Viðskipti erlent

Taka allar Dreamliner þotur sínar úr umferð tímabundið

Flugvélaframleiðandinn Boeing varð fyrir miklu áfalli í nótt þegar tvö af stærstu flugfélögum Japan, All Nippon og Japan Airlines, ákváðu að taka allar Dreamliner þotur sínar úr umferð tímabundið.

Þetta var ákveðið í framhaldi af nauðlendingu slíkrar þotu All Nippon á Takamatsu flugvellinum. Svo virðist sem rafhlaða hafi bilað í þotunni og merki um reyk fundust í rafeindabúnaði hennar fyrir nauðlendinguna.

Um borð voru 129 farþegar og átta manna áhöfn. Nauðlendingin gekk mjög vel en einhverjir farþeganna munu hafa hlotið skrámur þegar þeir streymdu um neyðarútganga þotunnar eftir lendinguna.

Samtals munu fyrrgreind félög taka 24 Dreamliner þotur úr umferð en þau hafa einnig pantað 70 slíkar þotur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×