Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Að sögn vefsíðunnar investing.com hefur olíuverðið lækkað vegna nýrra talna um að hallinn á viðskiptajöfnuði Bandaríkjana hefði aukist töluvert í nóvember s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta gekk þvert á spár sérfræðinga sem reiknuðu með batnandi jöfnuði milli þessara mánaða.

Aukninn halli á viðskiptajöfnuði í Bandaríkjunum ýtir undir áhyggjur fjárfesta af því að efnahagur landsins sé enn ekki að ná sér almennilega á strik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×