Golf

Tiger skrefi nær 75. sigrinum á PGA mótaröðinni

Tiger Woods.
Tiger Woods. AP
Tiger Woods er í vænlegri stöðu fyrir lokadaginn á PGA golfmóti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Woods var sex höggum á undan næsta manni þegar keppni var frestað í gær vegna myrkurs en Woods á eftir að leika 11 holur. Woods hefur sigrað á 74 PGA mótum á ferlinum og er hann næst sigursælasti kylfingur allra tíma á mótaröðinni. Sam Snead á metið, en hann sigraði alls á 82 PGA mótum á ferlinum.

Vegna þoku fór keppnishaldið úr skorðum á laugardaginn þar sem fresta þurfti leik um tíma.

Nick Watney og Brandt Snedeker, sem sigraði á þessu móti í fyrra, eru jafnir í öðru sæti á 11 höggum undir pari vallar, en Woods er á -17 eftir að hafa leikið á 68, 65 og 69 höggum. Og hann var á þremur höggum undir pari á lokahringnum þegar keppni var frestað í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×