Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-27 Benedikt Grétarsson skrifar 31. janúar 2013 19:00 Valskonur unnu fimm marka sigur á Fram, 27-22 í toppslag íslenska kvennahandbolta í Safamýrinni í kvöld og náðu þar með tveggja stiga forskoti á Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valskonur hafa líka "aukastig" því þær eru búnar að vinna báða innbyrðisleikina við Fram og verða því alltaf ofar séu liðin jöfn að stigum. Valskonur léku í kvöld án landsliðslínumannsins Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur en létu það ekki á sig fá, unnu gríðarlega mikilvægan útisigur og deildarmeistaratitilinn er nú innan seilingar hjá Hlíðarendakonum fjórða árið í röð. Dagný Skúladóttir var markahæst hjá Valsliðinu með níu mörk en Þorgerður Anna Atladóttir kom næst með sex mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 20 skot í markinu. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst hjá Fram með sex mörk. Valskonur byrjuðu betur og unnu fyrstu fjórtán mínútur leiksins 4-1. Framliðið vaknaði þá og náði að breyta stöðunni úr 2-6 í 7-6. Valsliðið var ekki lengi að taka aftur frumkvæðið og var 10-9 yfir í hálfleik. Valsliðið var áfram skrefinu á undan í seinni hálfleik og komst fjórum mörkum yfir, 18-14, þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Valskonur gáfu ekkert eftir á lokakaflanum og vann að lokum öruggan og sannfærandi sigur. Fyrri hálfleikur minnti á löngum köflum á gott grín frá Mið-Íslandi, slíkur var hamagangurinn. Valskonur voru skömminni skárri og komust í 1-4 eftir 15 mínútna leik. Framarar voru hreint út sagt hræðilegir á þessum kafla og örugglega ár og öld síðan liðið skoraði aðeins eitt mark á korteri. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, tók leikhlé sem virtist hafa tilætluð áhrif. Fram skoraði sex mörk gegn einu á næstu átta mínútum og komst yfir í fyrsta skipti þegar sjö mínútur voru til leikhlés, 7-6. Þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Vals leikhlé sem skilaði nákvæmlega sama árangri og leikhlé kollega hans. Valsliðið vann boltann ítrekað í vörninni og kom honum fram á eldinguna Dagnýju Skúladóttir sem skilaði honum samviskusamlega í netið. Skyndilega voru Valskonur búnar að skora 4 mörk í röð og staðan orðin 7-10. Þá fékk Þorgerður Anna tveggja mínútna brottvísun fyrir að hrinda Stellu og Fram nýtti liðsmuninn til að skora síðustu tvö mörk hálfleiksins. Staðan var því 9-10 fyrir gestina frá Hlíðarenda í hálfleik. Fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks voru gestirnir töluvert sterkari og voru komnar með 14-18 forystu að þeim loknum. Valur spilaði sterka vörn og bak við vörnina var Guðný Jenný í fínu formi. Þetta skilaði enn fleiri hraðaupphlaupum og hægt og bítandi náðu Valskonur að rífa sig frá Frömurum. Svo fór að Valur fagnaði fimm marka sigri, 22-27, og tók í leiðinni risaskref í átt að deildarmeistaratitlinum, fjórða árið í röð. Stefán Arnarsson: Keyrðum hratt og vildum klára þærStefán Arnarsson, þjálfari Vals, var ekki í nokkrum vafa að sigur Vals hefði verið sanngjarn. „'Eg er mjög ánægður hvernig við spilupum þennan leik. Þessi lið þekkjast mjög vel og það er yfirleitt þannig að annað liðið nær ágætri forystu sem það tapar svo niður aftur. Við héldum okkar leik allan tímann og unnum að lokum mjög sanngjarnan sigur." Klassísk formúla var lykillinn að sigrinum að mati Stefáns „Jenný var virkilega góð, eins og alltaf og vörnin var flott líka. Þessir tveir þættir skiluðu okkur hraðaupphlaupum og okkar vinna varð auðveldari í kjölfarið." Stefán vildi ekki meina að hans leikmenn hefðu verið að missa sig í æsingi á ögurstundu. „Við vildum bara keyra á þær grimmt og klára leikinn. Þetta er okkar leikstíll og auðvitað getur það kostað nokkur mistök en þessi auðveldu mörk úr hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni eru líka dýrmæt." Anna Úrsúla Guðmundsdóttir spilaði ekki með Val í kvöld vegna augnmeiðsla. Stefán á ekki von á því að þau meiðsli séu alvarleg. „Ég á von á því að Anna verði klár í bikarleikinn á þriðjudaginn gegn Selfossi." Halldór: Vantar reynslu til að klára svona leikiHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var lengi að funda með leikmönnum sínum eftir leikinn og hann var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna leikmanna. „Við mætum bara ekki tilbúnar í leikinn og það veldur mér tölverðu hugarangri, það verður að viðurkennast." Slæm byrjun Fram gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi að mati Halldórs „Við skorum eitt mark á fyrstu 15 mínútunum og það gefur tóninn. Við erum að skjóta bara virkilega illa á markmanninn og hún þarf ekki að hafa neitt fyrir þessu. Við erum bara að gera klaufamistök í 60 mínútur í raun og veru. Halldór blæs á þær raddir sem segja að hjartað í Framliðinu sé ekki nógu stórt í svona leiki „Það vantar sko ekkert hjarta í þetta lið. Þetta eru stelpur sem eru uppaldar í félaginu og hafa stórt hjarta inni á vellinum. Það vantar kannski reynsluna að vinna svona leiki en sú reynsla er Valsmeginn í augnablikinu. Ég get samt lofað þér því að það mun breytast og þessi reynsla kemur hjá okkur." Dagný: Stress í báðum liðumDagný Skúladóttir átti frábæran leik í kvöld og var að venju brosmild eftir leikinn „Það var stress í byrjun hjá báðum liðum og bæði liðin voru að klikka töluvert. Mér fannst við samt með yfirhöndina allan tímann og unnum þetta sanngjarnt." Dagný vildi ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Maður er náttúrulega bara heppin að vera í þessu frábæra varnarliði og ég nýt góðs af því. Eina sem ég þarf að gera er að koma boltanum í netið af 6 metrunum." Sigur í deildinni blasir nú við Valskonum en Dagný vill stíga varlega til jarðar „Við þurfum að halda haus og klára þetta almenninlega. Við höfum sýnt það í síðustu tveimur leikjum að við getum dottið niður á frekar lágt plan, rétt mörðum Gróttu og töpuðum fyrir Stjörnunni. Það er að jafnast baráttan í deildinni og við þurfum að mæta tilbúnar í næstu leiki."Mynd/Anton Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Valskonur unnu fimm marka sigur á Fram, 27-22 í toppslag íslenska kvennahandbolta í Safamýrinni í kvöld og náðu þar með tveggja stiga forskoti á Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valskonur hafa líka "aukastig" því þær eru búnar að vinna báða innbyrðisleikina við Fram og verða því alltaf ofar séu liðin jöfn að stigum. Valskonur léku í kvöld án landsliðslínumannsins Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur en létu það ekki á sig fá, unnu gríðarlega mikilvægan útisigur og deildarmeistaratitilinn er nú innan seilingar hjá Hlíðarendakonum fjórða árið í röð. Dagný Skúladóttir var markahæst hjá Valsliðinu með níu mörk en Þorgerður Anna Atladóttir kom næst með sex mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 20 skot í markinu. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst hjá Fram með sex mörk. Valskonur byrjuðu betur og unnu fyrstu fjórtán mínútur leiksins 4-1. Framliðið vaknaði þá og náði að breyta stöðunni úr 2-6 í 7-6. Valsliðið var ekki lengi að taka aftur frumkvæðið og var 10-9 yfir í hálfleik. Valsliðið var áfram skrefinu á undan í seinni hálfleik og komst fjórum mörkum yfir, 18-14, þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Valskonur gáfu ekkert eftir á lokakaflanum og vann að lokum öruggan og sannfærandi sigur. Fyrri hálfleikur minnti á löngum köflum á gott grín frá Mið-Íslandi, slíkur var hamagangurinn. Valskonur voru skömminni skárri og komust í 1-4 eftir 15 mínútna leik. Framarar voru hreint út sagt hræðilegir á þessum kafla og örugglega ár og öld síðan liðið skoraði aðeins eitt mark á korteri. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, tók leikhlé sem virtist hafa tilætluð áhrif. Fram skoraði sex mörk gegn einu á næstu átta mínútum og komst yfir í fyrsta skipti þegar sjö mínútur voru til leikhlés, 7-6. Þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Vals leikhlé sem skilaði nákvæmlega sama árangri og leikhlé kollega hans. Valsliðið vann boltann ítrekað í vörninni og kom honum fram á eldinguna Dagnýju Skúladóttir sem skilaði honum samviskusamlega í netið. Skyndilega voru Valskonur búnar að skora 4 mörk í röð og staðan orðin 7-10. Þá fékk Þorgerður Anna tveggja mínútna brottvísun fyrir að hrinda Stellu og Fram nýtti liðsmuninn til að skora síðustu tvö mörk hálfleiksins. Staðan var því 9-10 fyrir gestina frá Hlíðarenda í hálfleik. Fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks voru gestirnir töluvert sterkari og voru komnar með 14-18 forystu að þeim loknum. Valur spilaði sterka vörn og bak við vörnina var Guðný Jenný í fínu formi. Þetta skilaði enn fleiri hraðaupphlaupum og hægt og bítandi náðu Valskonur að rífa sig frá Frömurum. Svo fór að Valur fagnaði fimm marka sigri, 22-27, og tók í leiðinni risaskref í átt að deildarmeistaratitlinum, fjórða árið í röð. Stefán Arnarsson: Keyrðum hratt og vildum klára þærStefán Arnarsson, þjálfari Vals, var ekki í nokkrum vafa að sigur Vals hefði verið sanngjarn. „'Eg er mjög ánægður hvernig við spilupum þennan leik. Þessi lið þekkjast mjög vel og það er yfirleitt þannig að annað liðið nær ágætri forystu sem það tapar svo niður aftur. Við héldum okkar leik allan tímann og unnum að lokum mjög sanngjarnan sigur." Klassísk formúla var lykillinn að sigrinum að mati Stefáns „Jenný var virkilega góð, eins og alltaf og vörnin var flott líka. Þessir tveir þættir skiluðu okkur hraðaupphlaupum og okkar vinna varð auðveldari í kjölfarið." Stefán vildi ekki meina að hans leikmenn hefðu verið að missa sig í æsingi á ögurstundu. „Við vildum bara keyra á þær grimmt og klára leikinn. Þetta er okkar leikstíll og auðvitað getur það kostað nokkur mistök en þessi auðveldu mörk úr hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni eru líka dýrmæt." Anna Úrsúla Guðmundsdóttir spilaði ekki með Val í kvöld vegna augnmeiðsla. Stefán á ekki von á því að þau meiðsli séu alvarleg. „Ég á von á því að Anna verði klár í bikarleikinn á þriðjudaginn gegn Selfossi." Halldór: Vantar reynslu til að klára svona leikiHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var lengi að funda með leikmönnum sínum eftir leikinn og hann var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna leikmanna. „Við mætum bara ekki tilbúnar í leikinn og það veldur mér tölverðu hugarangri, það verður að viðurkennast." Slæm byrjun Fram gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi að mati Halldórs „Við skorum eitt mark á fyrstu 15 mínútunum og það gefur tóninn. Við erum að skjóta bara virkilega illa á markmanninn og hún þarf ekki að hafa neitt fyrir þessu. Við erum bara að gera klaufamistök í 60 mínútur í raun og veru. Halldór blæs á þær raddir sem segja að hjartað í Framliðinu sé ekki nógu stórt í svona leiki „Það vantar sko ekkert hjarta í þetta lið. Þetta eru stelpur sem eru uppaldar í félaginu og hafa stórt hjarta inni á vellinum. Það vantar kannski reynsluna að vinna svona leiki en sú reynsla er Valsmeginn í augnablikinu. Ég get samt lofað þér því að það mun breytast og þessi reynsla kemur hjá okkur." Dagný: Stress í báðum liðumDagný Skúladóttir átti frábæran leik í kvöld og var að venju brosmild eftir leikinn „Það var stress í byrjun hjá báðum liðum og bæði liðin voru að klikka töluvert. Mér fannst við samt með yfirhöndina allan tímann og unnum þetta sanngjarnt." Dagný vildi ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Maður er náttúrulega bara heppin að vera í þessu frábæra varnarliði og ég nýt góðs af því. Eina sem ég þarf að gera er að koma boltanum í netið af 6 metrunum." Sigur í deildinni blasir nú við Valskonum en Dagný vill stíga varlega til jarðar „Við þurfum að halda haus og klára þetta almenninlega. Við höfum sýnt það í síðustu tveimur leikjum að við getum dottið niður á frekar lágt plan, rétt mörðum Gróttu og töpuðum fyrir Stjörnunni. Það er að jafnast baráttan í deildinni og við þurfum að mæta tilbúnar í næstu leiki."Mynd/Anton
Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira