Golf

Fyrsti PGA-sigur Merrick

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Merrick með sigurlaun sín í gær.
Merrick með sigurlaun sín í gær. Mynd/AP
John Merrick vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni í golfi er hann hafði betur gegn Charlie Beljan í umspili á móti í Kaliforníu um helgina.

Tvær holur þurfti í umspilinu til að knýja fram úrslit. Merrick náði pari á seinni holunni en Beljan missti eins og hálfs metra pútt. Merrick er fæddur og uppalinn í Los Angeles og var því vel studdur af áhorfendum.

Merrick og Beljan spiluðu á samtals 273 höggum eða ellefu undir pari. Merrick skilaði sér í hús á 69 höggum á lokadeginum en Beljan á 67 höggum.

Þriðji varð Svíinn Fredrik Jacobson en hann var aðeins einu höggi að komast í umspilið. Hann endaði í þriðja sæti ásamt Charl Schwartzel og Bill Haas en sá síðastnefndi var í forystu þegar lokadagurinn hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×