Viðskipti erlent

Langstærsta flugfélag heimsins í burðarliðnum

Bandarísku flugfélögin American Airlines og US Airways hafa ákveðið að sameinast og þar sem skapa langstærsta flugfélag heimsins.

Í frétt frá AP fréttastofunni segir að stjórnir þessara félaga hafi samþykkt samrunann í gærkvöldi. Flugfélagið mun heita American Airways en forstjóri þess verður Doug Parker núverandi forstjóri US Airways.

Ef samkeppnisyfirvöld leggja blessun sína yfir samrunann mun hið nýja félag reka yfir 900 farþegaþotur, áætlunarferðir þess verða 3.200 á hverjum degi og starfmenn þess verða 95.000 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×