Viðskipti erlent

New York Times ætlar að selja Boston Globe

Fyrirtækið sem rekur bandaríska stórblaðið New York Times hefur í hyggju að selja annað stórblað eða Boston Globe sem einnig er í eigu þess.

Þetta er í annað sinn sem New York Times reynir að selja Boston Globe en það var einnig reynt árið 2009. Þá var hætt við söluna eftir að samkomulag náðist við verkalýðsfélög um niðurskurð á kostnaði og hagræðingu í rekstri blaðsins.

Á tímabili átti New York Times yfir tug af dagblöðum auk sjónvarps- og útvarpsstöðva. Nú eru aðeins Boston Globe og International Herald Tribune eftir í eigu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×