Handbolti

Florentina kölluð inn í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florentina Stanciu
Florentina Stanciu Mynd/Vilhelm
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

HSÍ er að bíða eftir leikheimild hjá EHF og Rúmenska sambandinu og er hún væntanleg á næstu dögum en Florentinu Stanciu fékk nýverið ríkisborgararétt.

Ágúst hafði áður valið markmennina Dröfn Haraldsdóttur og Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur í hópinn sinn.

Íslenska liðið mætir Svíum í tveimur vináttuleikjum um næstu helgi, fyrst klukkan 13.30 í Austurbergi á laugardaginn og svo klukkan 17.00 í Austurbergi daginn eftir.

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, mun aðstoða Ágúst fram yfir umspilsleikina fyrir HM sem eru við Tékka og fara fram í júní 2013 en Einar var áður aðstoðarmaður kvennalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×